Aston Villa horfir til Sunderland - Real Madrid ætlar að fá Konate - Anderson ekki til sölu
   lau 27. september 2025 19:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spilaði sinn fyrsta leik með Blikum síðan 2021
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorleifur Úlfarsson kom inn á sem varamaður þegar Breiðablik gerði jafntefli gegn FH í Kaplakrika í dag. Þetta var fyrsti leikurinn hans fyrir liðið í sumar.

Þorleifur gekk til liðs við Breiðablik frá Debrecen í Ungverjalandi í vetur en hann spilaði ekki mikið með ungverska liðinu sökum meiðsla.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Breiðablik

„Þetta er risastórt fyrir hann persónulega. Hann hefur verið duglegur í sinni endurhæfingu og er með gott hugarfar, mikilvægt fyrir okkur að fá hann," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

Hann er uppalinn í Breiðabliki og spilaði sinn fyrsta og eina leik fyrir liðið, fram að leiknum í dag, árið 2021. Hann lék með Houston Dynamo í bandarísku MLS deildinni og Debrecen áður en hann sneri aftur heim fyrr á þessu ári.


Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Athugasemdir
banner