Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   þri 27. október 2020 16:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Digne missir af einum leik í stað þriggja vegna rauða spjaldsins
Lucas Digne fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Kyle Walker-Peters í leik Southampton og Everton á sunnudag.

Digne, sem er vinstri bakvörður Everton, var að elta Walker-Peters og steig á bakvörð Southampton.

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, var mjög ósáttur við að Digne hefði fengið rauða spjaldið og kallaði hann þá niðurstöðu brandara.

Samkvæmt reglum hefði Digne farið í þriggja leikja bann fyrir brotið en á fundi aganefndar í dag var bannið minnkað niður í einn leik. Everton verður því án Digne um næstu helgi þegar liðið mætir Newcastle á útivelli.

Richarlison tekur einnig út leikbann í þeim leik, annan leikinn af þremur, eftir að hafa fengið rautt spjald fyrir tæklingu á Thiago Alcantara.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner