Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. október 2021 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Koeman rekinn frá Barcelona (Staðfest)
Ronald Koeman var látinn taka poka sinn í kvöld
Ronald Koeman var látinn taka poka sinn í kvöld
Mynd: EPA
Spænska félagið Barcelona rak í kvöld hollenska þjálfarann Ronald Koeman úr starfi eftir 1-0 tapið gegn Rayo Vallecano. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Börsungum í kvöld.

Stjórn Barcelona kom saman í kvöld eftir tapið gegn Rayo og komst að sameiginlegri niðurstöðu um að láta Koeman fara. Joan Laporta, forseti Barcelona, tilkynnti Koeman um ákvörðunina í kvöld.

Hann tók við Barcelona í ágúst árið 2020 og náði að vinna spænska konungsbikarinn á fyrsta tímabili.

Mikil endurnýjun hefur verið í gangi hjá Barcelona síðustu mánuði og var það ekki af fúsum og frjálsum vilja, heldur vegna slæmra ákvarðana í rekstri félagsins. Félagið gat ekki framlengt samning Lionel Messi við félagið vegna launaþaks og þá gekk það brösulega að skrá leikmenn í hópinn.

Félagið neyddist til að lækka laun mikilvægra leikmanna til að fá leikmenn á borð við Sergio Aguero, Memphis Depay og Eric Garcia inn í hópinn.

Koeman kveður leikmennina á fimmtudag og er leit að nýjum þjálfara hafin.

Barcelona er í 9. sæti spænsku deildarinnar og er aðeins með 15 stig, sex stigum minna en toppliðin í deildinni. Liðið er þá aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner