fim 27. október 2022 21:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Búinn að bíða lengi eftir tækifærinu - Ætlar á HM
Mynd: Getty Images

Hinn 26 ára gamli Nayef Aguerd lék sinn fyrsta leik fyrir West Ham í kvöld þegar liðið tryggði sér efsta sætið í riðlinum eftir sigur á Silkeborg.


Þessi Marokkói lék í vörninni en var skipt af velli þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu og hefur verið frá í tvo mánuði.

„Þetta var frábært, ég er búinn að bíða eftir þessu síðan ég meiddist. Því miður meiddist ég fljótlega eftir að ég kom til West Ham og það hefur verið erfitt að vera frá vellinum í tvo mánuði en þetta var rétti tíminn til að snúa aftur," sagði Aguerd.

Hann þakkar læknum West Ham og landsliðsins fyrir allt en hann vonast til að vera í landsliðshópi Marokkó á HM í Katar sem hefst í nóvember.

Hann á 21 landsleik að baki með Marokkó og skorað eitt mark.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner