Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 27. október 2022 15:22
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Arsenal gegn PSV: Ramsdale í rammanum - Saka á bekknum
Alfons Sampsted og Bukayo Saka í baráttunni.
Alfons Sampsted og Bukayo Saka í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mynd: EPA
Arsenal nægir að fá eitt stig gegn PSV Eindhoven í Hollandi í dag til að tryggja sér toppsæti A-riðils Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 16:45.

Arsenal er þegar öruggt með að komast upp úr riðlinum enda hefur liðið unnið alla fjóra leiki sína.

Aaron Ramsdale er í marki Arsenal en Matt Turner sem hefur spilað Evrópudeildarleikina á við nárameiðsli að stríða. Fabio Vieira er í sóknarlínunni en Gabriel Jesus og Bukayo Saka byrja á bekknum.

Byrjunarlið Arsenal: Ramsdale, Tomiyasu, Saliba, Holding, Tierney, Xhaka, Sambi, Odegaard, Vieira, Martinelli, Nketiah
(Varamenn: Hein, White, Partey, Gabriel, Saka, Jesus, Cedric, Nelson, Cirjan, Smith, Ibrahim)

Alfons Sampsted er í byrjunarliði Bodö/Glimt sem mætir Zürich á sama tíma. Alfons og félagar vonast eftir því að Arsenal vinni leikinn gegn PSV og þeir nái um leið að vinna sinn leik á sama tíma og jafna þar með PSV að stigum í baráttunni um annað sætið.

Hér að neðan má sjá hvaða leikir eru í Evrópudeildinni í dag en Elías Rafn Ólafsson er á varamannabekk Midtjylland sem mætir Lazio.

Leikir dagsins:

A-riðill
16:45 Zurich - Bodo-Glimt
16:45 PSV - Arsenal

B-riðill
16:45 AEK Larnaca - Dynamo K.
16:45 Fenerbahce - Rennes

C-riðill
16:45 Ludogorets - Betis
19:00 HJK Helsinki - Roma

D-riðill
16:45 Malmo FF - St. Gilloise
16:45 Union Berlin - Braga

E-riðill
19:00 Man Utd - Sheriff
19:00 Omonia - Real Sociedad

F-riðill
16:45 Lazio - Midtjylland
19:00 Sturm - Feyenoord

G-riðill
19:00 Freiburg - Olympiakos
19:00 Nantes - Qarabag

H-riðill
19:00 Rauða stjarnan - Trabzonspor
19:00 Ferencvaros - Mónakó
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner