Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 27. október 2024 21:55
Haraldur Örn Haraldsson
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta er svona hægt og rólega að komast inn. Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut strax eftir þetta." Sagði Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks eftir að liðið hans vann Víking 3-0 og urðu þar af leiðandi Íslandsmeistarar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Þetta var ekki fallegur leikur, eða eitthvað líkt okkur. En markmiðið var að taka þetta þannig, taka þetta maður á mann, vinna þá baráttu og þá erum við í ansi góðum málum. Þetta var baráttu leikur, við kannski örlítið ferskari en þeir, þeir koma náttúrulega úr leik núna á fimmtudaginn. Mjög góður vinnu sigur."

Víkingum nægði jafntefli í leiknum en Breiðablik þurfti sigur til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. Það tókst hjá Blikum í kvöld.

„Þetta er 90 mínútna leikur og þú bara spilar hann og reynir að vinna. Við spiluðum líka leik í síðustu helgi á móti Stjörnunni þar sem við vissum að við máttum ekki tapa. Það var mjög skrýtið fannst mér, mér leið aldrei vel í þeim leik. Þeir voru náttúrulega í þeirri stöðu núna, en svo er þetta náttúrulega bara fótboltaleikur, og 90 mínútur og það er svo margt sem gerist á þeim."

Það voru ekki margir sem spáðu Breiðablik titlinum fyrir tímabil en þeir komu öllum á óvart og tóku hann heim í Kópavoginn.

„Þetta var langt tímabil, við byrjum mjög vel, stigalega án þess að vera kannski líkir sjálfum okkur. Svo lendum við í smá dal, og lendum í smá veseni. Þá kannski finnum við okkar einkenni og styrkleika aftur. Eftir það hefur þetta gengið lygilega vel, stigasöfnin sérstaklega. En svona undir lokin þá kannski fer fótboltinn aðeins niður, enda mikið í húfi og við erum bara mannlegir og þá fara taugar að spila inn í. En bara ótrúlega þroskuð og góð frammistaða heilt yfir. Stigasöfnuni er náttúrulega lygilega góð þannig. Eins og ég segi mikið af breytingum, nýtt þjálfarateymi og margir leikmenn sem fara. Þannig ég er bara ótrúlega stoltur af öllu þjáfarateyminu, liðinu og öllum í kringum þetta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner