Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   sun 27. október 2024 21:55
Haraldur Örn Haraldsson
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta er svona hægt og rólega að komast inn. Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut strax eftir þetta." Sagði Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks eftir að liðið hans vann Víking 3-0 og urðu þar af leiðandi Íslandsmeistarar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Þetta var ekki fallegur leikur, eða eitthvað líkt okkur. En markmiðið var að taka þetta þannig, taka þetta maður á mann, vinna þá baráttu og þá erum við í ansi góðum málum. Þetta var baráttu leikur, við kannski örlítið ferskari en þeir, þeir koma náttúrulega úr leik núna á fimmtudaginn. Mjög góður vinnu sigur."

Víkingum nægði jafntefli í leiknum en Breiðablik þurfti sigur til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. Það tókst hjá Blikum í kvöld.

„Þetta er 90 mínútna leikur og þú bara spilar hann og reynir að vinna. Við spiluðum líka leik í síðustu helgi á móti Stjörnunni þar sem við vissum að við máttum ekki tapa. Það var mjög skrýtið fannst mér, mér leið aldrei vel í þeim leik. Þeir voru náttúrulega í þeirri stöðu núna, en svo er þetta náttúrulega bara fótboltaleikur, og 90 mínútur og það er svo margt sem gerist á þeim."

Það voru ekki margir sem spáðu Breiðablik titlinum fyrir tímabil en þeir komu öllum á óvart og tóku hann heim í Kópavoginn.

„Þetta var langt tímabil, við byrjum mjög vel, stigalega án þess að vera kannski líkir sjálfum okkur. Svo lendum við í smá dal, og lendum í smá veseni. Þá kannski finnum við okkar einkenni og styrkleika aftur. Eftir það hefur þetta gengið lygilega vel, stigasöfnin sérstaklega. En svona undir lokin þá kannski fer fótboltinn aðeins niður, enda mikið í húfi og við erum bara mannlegir og þá fara taugar að spila inn í. En bara ótrúlega þroskuð og góð frammistaða heilt yfir. Stigasöfnuni er náttúrulega lygilega góð þannig. Eins og ég segi mikið af breytingum, nýtt þjálfarateymi og margir leikmenn sem fara. Þannig ég er bara ótrúlega stoltur af öllu þjáfarateyminu, liðinu og öllum í kringum þetta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner