Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 27. nóvember 2021 15:00
Aksentije Milisic
Ronaldo aldrei skorað gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltaleikmaður allra tíma, mun vera í eldlínunni með Manchester United á morgun en þá mætir liðið Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Ronaldo er markaskorari af guðs náð en hann hefur skorað 799 mörk í 1095 leikjum á sínum ferli til þessa. Í þessari tölu eru leikir fyrir bæði landslið og félagslið.

Ronaldo á heimsmet yfir flest mörk skoruð fyrir landslið og þá er hann markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid en þar átti hann mögnuð ár.

Eftir að hafa unnið allt sem hægt er og skorað allar gerðir af mörkum, þá er ekkert sem hann getur ekki gert, eða hvað?

Jú, það er eitt. Ronaldo á eftir að skora mark gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Hann hefur skorað gegn Chelsea áður en það var markið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2008 í Moskvu. Þá stangaði hann knöttinn í netið eftir fyrirgjöf frá Wes Brown.

Ronaldo hefur hins vegar spilað tíu leiki gegn Chelsea í ensku úrvaldeildinni og oftar en ekki hefur hann átt erfitt uppdráttar í þeim leikjum.

Breytist það á morgun? Það kemur allt í ljós en flautað verður til leiks klukkan 16:30 á Stamford Bridge í London.
Athugasemdir
banner
banner