
Belgíska landsliðið hefur verið þunglamalegt í fyrstu leikjum sínum á HM. Liðið var ekki sannfærandi þegar það vann Kanada naumlega í fyrstu umferð og í dag tapaði það gegn Marokkó.
„Belgíska landsliðið minnir mig á hjón sem eru búin að vera gift í 50 ár og vita ekki af hverju þau eru búin að vera gift svona lengi. Og vita ekki alveg, hvað við erum að gera þarna?" sagði Hörður Magnússon um Belgíu í HM stofunni á RÚV.
„Belgíska landsliðið minnir mig á hjón sem eru búin að vera gift í 50 ár og vita ekki af hverju þau eru búin að vera gift svona lengi. Og vita ekki alveg, hvað við erum að gera þarna?" sagði Hörður Magnússon um Belgíu í HM stofunni á RÚV.
„Það er engin leikgleði. Það er enginn að spila vel."
Arnar Gunnlaugsson var með Herði í þættinum og spurði: „Ertu að leggja til að þau fari í opið samband?"
„Nei ég er ekki að segja það, en stundum er gott að slíta af sér hlekkina og prófa eitthvað annað," svaraði Hörður en Belgía mun mæta Króatíu í lokaleik sínum í riðlinum.
Höddi Magg í HM stofunni: „Belgíska landsliðið minnir mig á hjón sem eru búin að vera gift í 50 ár og vita ekki af hverju þau eru búin að vera gift svona lengi. Og vita ekki alveg, hvað við erum að gera þarna. - Arnar Gunnlaugs: Ertu að leggja til að þau fari í opið samband?" pic.twitter.com/xzSi24xShd
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 27, 2022
Athugasemdir