Pétur Bjarnason leikmaður Vestra spilaði með Fylki í æfingaleik gegn Fjölni í gær.
Fylkir stóð uppi sem sigurvegari í Lengjudeildinni í sumar og mun því spila í Bestu deildinni næsta sumar.
Fyrr í þessum mánuði greindi 433.is frá því að Pétur hafi óskað eftir því að yfirgefa Vestra og ætli sér að flytja á höfuðborgarsvæðið.
Pétur er 25 ára og er uppalinn í Vestra. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk árið 2014.
Hann lék 21 leik í Lengjudeildinni síðasta sumar og skoraði fjögur mörk.
Leikur Fylkis og Fjölnis endaði með 3-0 sigri Árbæingana.
Athugasemdir