Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   mán 27. nóvember 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd fyrsta liðið til að halda hreinu í fimm hundruð leikjum
André Onana
André Onana
Mynd: EPA
Manchester United skráði sig í sögubækurnar með 3-0 sigrinum á Everton í gær.

Draumamark Alejandro Garnacho, vítaspyrna Marcus Rashford og góð afgreiðsla Anthony Martial skilaði sigrinum og hreinu laki í hús hjá United.

Þetta var ansi merkilegur sigur fyrir félagið því þetta var í 500. sinn sem það heldur hreinu í ensku úrvalsdeildinni og það eina sem hefur afrekað það.

Chelsea hefur haldið hreinu 476 sinnum á meðan Liverpool hefur haldið búrinu hreinu í 460 leikjum. Arsenal kemur næst á eftir með 456 hrein lök.

Enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar ári 1992 og reiknað frá því ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner