Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   mán 27. nóvember 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Þorleifur og Houston skrefi nær titlinum
Þorleifur Úlfarsson
Þorleifur Úlfarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorleifur Úlfarsson og hans menn í Houston Dynamo eru komnir áfram í undanúrslit MLS-bikarsins, sem er úrslitakeppni deildarinnar, eftir að liðið vann Sporting Kansas City í nótt, 1-0.

Blikinn sat allan tímann á varamannabekk Houston í nótt en hann hefur átt fínar innkomu í úrslitakeppninni til þessa.

Hann skoraði til að mynda tvisvar í vítakeppni gegn Real Salt Lake City í fyrstu umferðinni.

Franco Escobar skoraði sigurmark Houston í nótt eftir stoðsendingu Hector Herrara.

Houston mætir ríkjandi meisturum Los Angeles FC í úrslitum í Vesturstrandarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner