Í fyrra fór úrslitaleikur Bose-bikarsins fram á Kópavogsvelli, Breiðablik vann úrslitaleikinn gegn Víkingi 3 - 1.
Bose-mótið árlega hefst um helgina en þetta er í 13. skiptið sem mótið er haldið, jafnan í desember mánuði.
Sex lið taka þátt í mótinu en að þessu sinni verður sú breyting á að úrslitaleikurinn fer fram í febrúar. Þetta er fyrsta undirbúningsmótið fyrir tímabilið 2025 en liðin eru þessa dagana að hefja æfingar.
Víkingar spila tvo leiki í mótinu í desember en þeirra tímabil er enn í gangi því þeir leika einnig í Sambandsdeidinni. Úti í Armeníu á morgun og svo heima gegn Djurgarden á Kópavogsvelli 12. desember. Þeir ljúka svo leik gegn LASK í Austurríki 19. desember. Það má því segja að nýtt tímabil hjá Víkingum sé að hefjast áður en yfirstandandi tímabili lýkur.
Sigurvegari BOSE mótsins fær að launum frábæran BOSE S1 Pro hátalara fyrir félagið sitt.
„Þetta er í 13 skiptið sem við höldum þetta mót og hefur það fest sig í sessi sem afar mikilvægur hluti af undirbúningstímabili liðanna," sagði Ágúst Þór Gylfason mótshaldari og vörustjóri Bose Pro.
Riðill 1:
KR
Fram
Afturelding
Riðill 2
Víkingur
FH
HK
Mánudagurinn 2. desember
18:15 HK - Víkingur (Kórinn)
Laugardagurinn 7. desember
13:00 KR - Afturelding (KR völlur)
Laugardagurinn 7. desember
12:00 Víkingur - FH (Víkingsvöllur)
Laugardagurinn 14. desember
11:00 Fram - KR (Framvöllur)
Fimmtudagurinn 19.desember
19:00 HK - FH (Kórinn)
Föstudagurinn 20.desember
17:00 Fram - Afturelding (FRAM völlur)
Úrslitaleikurinn verður spilaður í febrúar 2025
Athugasemdir