Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   mið 27. nóvember 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Nistelrooy er í viðræðum við Leicester
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy.
Mynd: Getty Images
Ruud van Nistelrooy er í viðræðum við Leicester um að taka við sem stjóri liðsins.

Frá þessu er greint á vefmiðlinum Football Insider en Leicester setti sig í samband við Hollendinginn í gær.

Van Nistelrooy varð í gær efstur hjá veðbönkum og hann virðist færast nær starfinu.

Van Nistelrooy kvaddi Manchester United á dögunum eftir að hafa stýrt liðinu í fjórum leikjum.

Hann var fenginn til United í sumar til að aðstoða Erik ten Hag en eftir að sá síðarnefndi var látinn fara fékk Van Nistelrooy það hlutverk að stýra liðinu á meðan United leitaði að nýjum stjóra. Hann hætti svo þegar Rúben Amorim tók við.

Núna er hann líklegastur til að taka við Leicester sem er að berjast í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner