Fimmta umferðin í deildarkeppni Evrópudeildarinnar fer fram í kvöld.
Elías Rafn Ólafsson og hans menn í Midtjylland eru á toppnum með fullt hús stiga en þeir fá erfiðasta verkefnið til þessa er þeir heimsækja Roma í Róm.
Freyr Alexandersson fer með lærisveina sína í Brann til Thessaloniki í Grikklandi en andstæðingur þeirra verður PAOK, eitt af stærstu félögum gríska boltans. Eggert Aron Guðmundsson og Sævar Atli Magnússon eru á mála hjá Brann.
Hákon Arnar Haraldsson verður í liði Lille sem mætir Dinamo Zagreb og þá spilar Aston Villa við Young Boys á Villa-Park.
Nottingham Forest tekur á móti Malmö á City Ground. Arnór Sigurðsson og Daníel Tristan Guðjohnsen spila með Malmö, en það verður fróðlegt að sjá hvort þeim takist að ná í betri úrslit en Englandsmeistarar Liverpool sem töpuðu með þremur mörkum gegn engu um helgina.
Kolbeinn Birgir Finnsson og félagar í Utrecht heimsækja Real Betis í Seville-borg og þá verður Sverrir Ingi Ingason væntanlega í byrjunarliði Panathinaikos sem spilar við Sturm Graz frá Austurríki.
Leikir dagsins:
17:45 Feyenoord - Celtic
17:45 PAOK - SK Brann
17:45 Ludogorets - Celta
17:45 Fenerbahce - Ferencvaros
17:45 Roma - Midtjylland
17:45 Lille - Dinamo Zagreb
17:45 Plzen - Freiburg
17:45 Porto - Nice
17:45 Aston Villa - Young Boys
20:00 Bologna - Salzburg
20:00 Rangers - Braga
20:00 Go Ahead Eagles - Stuttgart
20:00 Rauða stjarnan - Steaua
20:00 Betis - Utrecht
20:00 Panathinaikos - Sturm
20:00 Nott. Forest - Malmö
20:00 Genk - Basel
20:00 Maccabi Tel Aviv - Lyon
Evrópudeild UEFA
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|
Athugasemdir




