Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
   mið 17. desember 2025 10:05
Elvar Geir Magnússon
Henry heiðraður fyrir ævistarfið
Thierry Henry.
Thierry Henry.
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Thierry Henry mun vera heiðraður sérstaklega fyrir ævistarf sitt í fótboltanum á verðlaunahátíð breska ríkisútvarpsins (BBC Sports Personality of the Year) annað kvöld.

Henry er 48 ára og var magnaður með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, af mörgum talinn einn besti leikmaður í sögu deildarinnar. Hann lagði skóna á hilluna 2014.

„Fótboltinn hefur gefið mér allt og ég gaf honum allt sem ég átti," segir Henry.

„Að fá viðurkenningu sem hluti af sögu íþróttarinnar með þessum verðlaunum, og að hafa haft áhrif á stuðningsmenn og liðsfélaga mína er eitthvað sem ég mun aldrei taka sem sjálfsögðum hlut."

Henry skoraði 228 mörk í 377 leikjum fyrir Arsenal og varð markahhæsti leikmaður í sögu félagsins 2005. Hann vann ensku úrvalsdeildina tvisvar og FA-bikarinn þrisvar. Hann var hluti af ósigrandi liði Arsenal 2003-04.

Fjórum sinnum hlaut hann gullskó ensku úrvalsdeildarinnar og var valinn í lið ársins sex tímabil í röð. Ásamt Kevin De Bruyne deilir hann meti yfir flestar stoðsendingar (20) á einu tímaibli.

Henry fæddist í úthverrfi Parísar og vann HM með Frakklandi 1998 og EM 2000. Á ferlinum vann hann þrennuna með Barcelona.

Aðrir fótboltamenn hafa verið heiðraðir af BBC fyrir ævistarf sitt í íþróttum eru Pele, Sir Bobby Charlton og Sir David Beckham.


Athugasemdir
banner
banner