Japanski varnarmaðurinn Takehiro Tomiyasu er mættur til Ajax á frjálsri sölu en þetta staðfesti félagið með tilkynningu í dag.
Tomiyasu er 27 ára gamall og var síðast á mála hjá Arsenal á Englandi, en hann rifti samningi sínum við félagið í sumar eftir mikil meiðslavandræði.
Hann hefur síðustu mánuði verið að einbeita sér að endurhæfingarferli sínu og er nú klár í slaginn að nýju, en hann hefur samið við hollenska stórliðið Ajax.
Samningurinn er út tímabilið en nú er beðið eftir atvinnuleyfi fyrir varnarmanninn svo hann geti byrjað að æfa með Ajax sem situr í 3. sæti með 29 stig eftir sextán leiki.
Welcome to Ajax, Takehiro Tomiyasu ???????? pic.twitter.com/R4BWb3fm1C
— AFC Ajax (@AFCAjax) December 16, 2025
Athugasemdir


