Bikarmeistarar Barcelona eru komnir áfram í 16-liða úrslit spænska konungsbikarsins eftir að hafa unnið 2-0 sigur á FC Guadalajara í kvöld.
Það var þolinmæðisvinna hjá meisturunum sem skoruðu ekki fyrsta mark sitt fyrr en á 77. mínútu er danski varnarmaðurinn Andreas Christensen stangaði fyrirgjöf Frenkie de Jong í varnarmann og í netið.
Barcelona stillti upp sterku liði gegn Guadalajara sem spilar í C-deildinni. Heimamenn pökkuðu í vörn og leyfðu Barcelona að halda í boltann og reyna að beita skyndisóknum.
Uppleggið gekk vel framan af en markið frá Christensen drap vonir Gudalajara og gerði Marcus Rashford síðan markið sem sendi Barcelona örugglega áfram eftir stoðsendingu frá Lamine Yamal. Sjöunda mark Rashford á tímabilinu.
Valencia, Real Sociedad, Elche og Deportivo La Coruna komust einnig áfram, en Orri Steinn Óskarsson var ekki með Sociedad vegna meiðsla.
Deportivo 1 - 0 Mallorca
1-0 Noe Carrillo Collazo ('85 )
Eibar 0 - 1 Elche
0-1 Adam Boayar Benaisa ('27 )
0-1 Jose Corpas ('71 , Misnotað víti)
Eldense 1 - 2 Real Sociedad
0-1 Luka Sucic ('79 )
1-1 Nacho Quintana ('81 )
1-2 Pablo Marin ('90 )
Sporting Gijon 0 - 2 Valencia
0-1 Lucas Beltran ('4 )
0-2 Dani Raba ('48 )
FC Guadalajara 0 - 2 Barcelona
0-1 Andreas Christensen ('77 )
0-2 Marcus Rashford ('90 )
Athugasemdir





