Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
   þri 16. desember 2025 23:25
Brynjar Ingi Erluson
Óvíst hvort Al Hilal reyni aftur við Fernandes
Mynd: EPA
Ekki er talið öruggt að sádi-arabíska félagið Al Hilal muni reyna aftur við portúgalska miðjumanninn Bruno Fernandes næsta sumar vegna yfirvofandi tilboðs í félagið.

Manchester United var opið fyrir því að selja Fernandes í sumar en hann ákvað að vera áfram eftir að hafa rætt við fjölskyldu sína um skiptin.

Al Hilal er í eigu PIF (ríkissjóðs Sádi-Arabíu), en auðkýfingurinn Prince Alwaleed bin Talal er sagður vera í viðræðum um kaup á félaginu sem er metið á um 397 milljónir punda.

Ef kaupin fara í gegn yrði eitt af stærstu félögum Sádi-Arabíu í einkaeigu í fyrsta sinn í mörg ár.

Nýi eigandinn er stórhuga fyrir næsta sumar og tilbúinn að galopna veskið til að styrkja hópinn en þá verður Fernandes 32 ára gamall og eru stóru félögin í Sádi-Arabíu farin að skoða yngri leikmenn á markaðnum til þess að viðhalda þeim mikla uppgangi sem hefur átt sér stað síðustu ár.
Athugasemdir
banner