Hollenski miðvörðurinn Micky van de Ven, sem leikur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, hefur nefnt erfiðasta andstæðinginn.
Van de Ven er einn og ef ekki fljótasti miðvörður heims, en hann hefur mætt mörgum stórkostlegum framherjum í gegnum ferilinn, en enginn kemst með tærnar þar sem Alexander Isak er með hælanna.
„Leikurinn sem við spiluðum gegn Newcastle, þar sem ég rann til, þar var Alexander Isak í algerum ham. Hann getur tekið hlaupin á bak við, tekið á móti boltanum og er teknískur. Hann er líka ótrúlega góður með boltann og snöggur. Hann er geggjaður í að klára færin og var bara alls staðar í þessum leik,“ sagði Van de Ven.
Isak var ótrúlegur með Newcastle United og hjálpaði liðinu að vinna enska deildabikarinn sem var fyrsti titill félagsins í 70 ár.
Hann gekk í raðir Liverpool fyrir metfé í sumar en ekki enn náð sér á strik og aðeins skorað eitt deildarmark.
Athugasemdir


