Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
banner
   þri 16. desember 2025 22:05
Brynjar Ingi Erluson
Enski deildabikarinn: Garnacho sendi Chelsea í undanúrslit
Alejandro Garnacho skoraði tvennu og sendi Chelsea áfram
Alejandro Garnacho skoraði tvennu og sendi Chelsea áfram
Mynd: EPA
Cardiff City 1 - 3 Chelsea
0-1 Alejandro Garnacho ('57 )
1-1 David Turnbull ('75 )
1-2 Pedro Neto ('82 )
1-3 Alejandro Garnacho ('90 )

Chelsea bókaði sæti sitt í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld með því að leggja Cardiff City að velli, 3-1, í Wales í kvöld. Alejandro Garnacho skoraði tvennu fyrir gestina.

Gestirnir frá Lundúnum voru í þriðja gír stærstan hluta fyrri hálfleiksins og í raun ekki að ógna mikið, en fóru aðeins að finna taktinn þegar leið á.

Grimmdin var meiri hjá Cardiff sem hafði ekki komist svona langt í keppninni síðan 2012 þegar liðið fór í úrslit gegn Liverpool.

Stemningin var aðeins betri hjá Chelsea-mönnum í upphafi. Alejandro Garnacho kom þeim yfir á 57. mínútu eftir að heimamenn töpuðu boltanum á eigin vallarhelmingi og kláraði Garnacho sóknina eftir sendingu frá samlanda sínum, Facundo Buonanotte.

David Turnbull jafnaði óvænt metin fyrir Cardiff á 75. mínútu með glæsilegum skalla efst í nærhornið.

Pedro Neto kom Chelsea aftur yfir á 82. mínútu eftir stórkostlega sókn. Þeir spiluðu skemmtilega saman sín á milli áður en Neto fékk boltann hægra megin í teignum og setti boltann upp við stöng og í netið.

Á lokamínútunum gekk Garnacho endanlega frá Cardiff með öðru marki sínu og sendi Chelsea í undanúrslit. Frábær frammistaða hjá Argentínumanninum sem hefur verið að gera ágætis hluti á fyrsta tímabili sínu með þeim bláu.
Athugasemdir
banner