Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
banner
   þri 16. desember 2025 20:28
Brynjar Ingi Erluson
Leeds horfir til Spánar
Mynd: EPA
Nýliðar Leeds United eru farnir að skoða markaðinn fyrir janúargluggann en það er að skoða Ruben Vargas, sem er á mála hjá Sevilla á Spáni.

Leedsarar eyddu 100 milljónum punda á markaðnum í sumar en hafa ekki alveg náð sér á strik og eru nú reiðubúnir að styrkja sig enn frekar í janúar.

Orgullo Biri segir að Leeds sé að skoða Ruben Vargas sem er á mála hjá Sevilla.

Svissneski landsliðsmaðurinn er metinn á 17,5 milljónir punda og komið að sjö mörkum fyrir Sevilla á tímabilinu.

Vargas hefur aðeins verið að glíma við meiðsli, en þrátt fyrir það eru mörg félög áhugasöm, þar á meðal Leeds, sem gæti látið til skarar skríða snemma í næsta mánuði.

Leeds er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig, en liðið hefur að vísu ekki tapað í síðustu þremur leikjum sínum og meðal annars unnið Chelsea og gert jafntefli við Englandsmeistara Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner