Enzo Maresca, stjóri Chelsea, var ánægður með framlag sinna manna í 3-1 sigrinum á Cardiff í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld.
Chelsea var ekki alveg upp á sitt besta í fyrri hálfleiknum en nokkrar breytingar í hálfleik reyndust úrslitavaldur því varamaðurinn Alejandro Garnacho skoraði tvö og þá gerði Pedro Neto, sem kom einnig af bekknum, einnig í leiknum.
Maresca var ánægður með framlag leikmanna.
„Ég er ótrúlega ánægður og sérstaklega með framlag leikmannanna. Ég sagði í gær að dagskráin er full af svona snúnum leikjum þannig maður þarf vera með einbeitinguna í lagi og við gerðum nákvæmlega það.“
„Við vorum góðir án boltans en vorum í erfiðleikum með að skapa færi þegar við vorum með hann. Þetta var mun betra í seinni hálfleik.“
„Það var stórmunur á fyrri og seinni hálfleik, það er að segja hvernig við sóttum að marki. Cardiff-liðið var mjög gott, skipulagt og með mikla ákefð án bolta, en mér fannst við gera nóg til að vinna leikinn,“ sagði Maresca.
Maresca segist treysta öllum leikmannahópnum.
„Ég treysti öllum leikmönnunum, vitandi það samt að það er erfiðara fyrir suma. Í kvöld vorum við með Buonanotte og svo er Marc Guiu ekki að spila mikið. Það er ekki auðvelt fyrir þá en framlag þeirra var risastórt og við vorum betri á boltann í seinni hálfleiknum.“
„Við erum á leið í rétta átt og allt sem ég geri er því ég vil aðeins það besta fyrir stuðningsmenn, leikmenn og í raun alla,“ sagði Maresca.
Athugasemdir





