Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
   mið 17. desember 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna í dag - Hvaða lið fara beint í 8-liða úrslit?
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lokaumferðin í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki er spiluð í kvöld og kemur þá í ljós hvaða lið fara beint í 8-liða úrslit og hvaða lið fara í umspilið.

Tíu lið eru búin að tryggja sig áfram í næstu umferð en það er ekki alveg ljóst hvaða fjögur lið fara beint í 8-liða úrslit.

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern München eru komnar áfram en þær geta komið sér beint í 8-liða úrslitin þegar þær mæta Vålerenga. Arna Eiríksdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir eru lykilkonur í liði Vålerenga sem á enn möguleika á að komast í umspilið.

Amanda Eiríksdóttir og Twente mæta Real Madrid á heimavelli en Twente á ekki möguleika á að komast á afram.

Staða efstu liða:
1. Barcelona 13 stig
2. Lyon 13 stig
3. Chelsea 11 stig
4. Juventus 10 stig
5. Real Madrid 10 stig
6. Bayern 10 stig

Leikir dagsins:
20:00 Roma W - St. Polten W
20:00 Bayern W - Valerenga W
20:00 Juventus W - Man Utd W
20:00 Oud-Heverlee W - Arsenal W
20:00 Lyon W - Atletico M W
20:00 Paris W - Barcelona W
20:00 SL Benfica W - PSG W
20:00 Twente W - Real Madrid W
20:00 Wolfsburg W - Chelsea W
Athugasemdir
banner