Senegalski markvörðurinn Edouard Mendy hefur framlengt samning sinn við sádi-arabíska félagið Al Ahli.
Mendy er 33 ára gamall og spilað með Al Ahli frá 2023 en hann kom þá frá Chelsea.
Markvörðurinn vann Ofurbikar Sádi-Arabíu á síðustu leiktíð og vann Meistaradeild Asíu, en hann hefur nú framlengt samning sinn við félagið.
Samningur hans gildir nú til 2028 og ljóst að hann mun líklega klára feril sinn í Sádi-Arabíu.
Mendy er í senegalska landsliðshópnum sem spilar á Afríkumótinu sem hefst um helgina.
Athugasemdir



