Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
banner
   mið 17. desember 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Mendy framlengir í Sádi-Arabíu
Mynd: Al Ahli
Senegalski markvörðurinn Edouard Mendy hefur framlengt samning sinn við sádi-arabíska félagið Al Ahli.

Mendy er 33 ára gamall og spilað með Al Ahli frá 2023 en hann kom þá frá Chelsea.

Markvörðurinn vann Ofurbikar Sádi-Arabíu á síðustu leiktíð og vann Meistaradeild Asíu, en hann hefur nú framlengt samning sinn við félagið.

Samningur hans gildir nú til 2028 og ljóst að hann mun líklega klára feril sinn í Sádi-Arabíu.

Mendy er í senegalska landsliðshópnum sem spilar á Afríkumótinu sem hefst um helgina.
Athugasemdir
banner