Englendingurinn Paul Doyle hefur verið dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir að keyra bifreið sinni á hóp stuðningsmanna sem fögnuðu Englandsmeistaratitli Liverpool í vor.
Doyle, sem er 54 ára gamall, brotnaði niður er hann játaði sekt sína í síðasta mánuði.
Atvikið átti sér stað 26. maí en þúsundir stuðningsmanna Liverpool komu saman á götum borgarinnar til að fylgjast með þaklausri rútu liðsins keyra í gegnum borgina.
Doyle keyrði bíl sínum gegn hóp stuðningsmanna og talið er að um 130 hafi orðið fyrir líkamstjóni. Hann játaði brot sín í 31 ákæruliðum um alvarleg líkamstjón af ásetningi.
Hann var ákærður nokkrum dögum eftir atvikið og var dæmt í málinu í gær en hann var dæmdur til 21 árs fangelsisvistar.
„Það að þú varst að keyra í borginni var hættulegt og keyrslan var bæði árásargjörn og hættuleg. Á milli 17:59 og 18:01 notaðir þú bíl þinn sem vopn. Það er sláandi að sjá upptökur af þessu sem sýna greinilega að þú hélst áfram að stíga á bensíngjöfina, keyrðir yfir limi, rústaðir barnavögnum og fjölmörg vitni, þar á meðal lögreglumenn, sögðu að þú hafir haldið áfram að gefa í,“ sagði dómarinn Andrew Menary áður en dómur var kveðinn.
Athugasemdir




