Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
banner
   þri 16. desember 2025 12:46
Elvar Geir Magnússon
PSG dæmt til að borga Mbappe 60 milljónir evra
Málaferli hafa staðið yfir milli Mvappe og PSG.
Málaferli hafa staðið yfir milli Mvappe og PSG.
Mynd: EPA
Paris St-Germain hefur verið dæmt til að greiða Kylian Mbappe 60 milljónir evra, eða um 9 milljarða íslenskra króna. Franskur dómstóll kvað upp þennan dóm en um er að ræða ógreidd laun og bónusgreiðslur.

Mbappe fór fram á að fá 263 milljónir evra en málaferli milli hans og félagsins hafa staðið yfir í nokkuð langan tíma.

Mbappe, sem er leikmaður Real Madrid, fór fram á þessa upphæð vegna ógreiddra launa og skaðabóta vegna samningadeilna og slæmrar meðhöndluna af hálfu PSG.

PSG krafðist hins vegar bóta fyrir misheppnuð 300 milljóna evra félagaskipti Mbappe til Al-Hilal í Sádi-Arabíu fyrir rúmum tveimur árum.

Mbappe yfirgaf PSG í fyrra og gekk í raðir Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner