Xabi Alonso segir að hann hafi þurft að breyta starfsháttum sínum og aðlagast síðan hann tók við Real Madrid. Það er mikil pressa á Alonso, hann þarf að skila úrslitum í hús og liðið að sýna betri spilamennsku til að hann haldi starfinu.
Eitt sem hann virðist hafa bætt er samband sitt við stjörnuleikmenn á borð við Jude Bellingham og Vinicius Junior.
Eitt sem hann virðist hafa bætt er samband sitt við stjörnuleikmenn á borð við Jude Bellingham og Vinicius Junior.
„Xabi sem kom í júní er ekki sá sami og núna. Ég hef lært hluti, ég hef þurft að aðlagast og það hefur verið þróun. Það er eðlilegt. Það mikilvæga er að það sé bæting en það er langur vegur framundan," segir Alonso.
„Í þjálfun þá lærir maður af öllu, líka sem leikmaður. Ef við verðum betra lið í mars en við erum núna þá eru það góðarfréttir. Það koma mismunandi kaflar á tímabilinu. Ég nýt þess að hafa fengið þetta tækifæri; bæði á góðu stundunum og slæmum. Þetta er heiður."
Mikið hefur verið rætt og ritað um samband Alonso við leikmenn, nokkrir hafa verið óánægðir með hans aðferðir og þar hafa mestu lætin verið í kringum Vini Jr.
„Við höfum alltaf barist að sama markmiði. Við vitum að það eru góðir tímar og svo ekki eins góðir. Það er mikilvægt að vera með samheldni. Við erum að kynnast betur, einbeitingin er á því sem er á dagskrá næstu daga og við reynum alltaf að bæta okkur."
Stöðutaflan
Spánn
La Liga - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Barcelona | 17 | 14 | 1 | 2 | 49 | 20 | +29 | 43 |
| 2 | Real Madrid | 17 | 12 | 3 | 2 | 34 | 16 | +18 | 39 |
| 3 | Villarreal | 15 | 11 | 2 | 2 | 31 | 13 | +18 | 35 |
| 4 | Atletico Madrid | 17 | 10 | 4 | 3 | 30 | 16 | +14 | 34 |
| 5 | Espanyol | 16 | 9 | 3 | 4 | 20 | 16 | +4 | 30 |
| 6 | Betis | 16 | 6 | 7 | 3 | 25 | 19 | +6 | 25 |
| 7 | Athletic | 17 | 7 | 2 | 8 | 15 | 22 | -7 | 23 |
| 8 | Celta | 16 | 5 | 7 | 4 | 20 | 19 | +1 | 22 |
| 9 | Sevilla | 16 | 6 | 2 | 8 | 24 | 24 | 0 | 20 |
| 10 | Getafe | 16 | 6 | 2 | 8 | 13 | 18 | -5 | 20 |
| 11 | Elche | 16 | 4 | 7 | 5 | 19 | 20 | -1 | 19 |
| 12 | Alaves | 16 | 5 | 3 | 8 | 14 | 17 | -3 | 18 |
| 13 | Vallecano | 16 | 4 | 6 | 6 | 13 | 16 | -3 | 18 |
| 14 | Mallorca | 16 | 4 | 5 | 7 | 18 | 23 | -5 | 17 |
| 15 | Real Sociedad | 16 | 4 | 4 | 8 | 20 | 24 | -4 | 16 |
| 16 | Osasuna | 16 | 4 | 3 | 9 | 14 | 20 | -6 | 15 |
| 17 | Valencia | 16 | 3 | 6 | 7 | 15 | 25 | -10 | 15 |
| 18 | Girona | 16 | 3 | 6 | 7 | 15 | 30 | -15 | 15 |
| 19 | Oviedo | 16 | 2 | 4 | 10 | 7 | 26 | -19 | 10 |
| 20 | Levante | 15 | 2 | 3 | 10 | 16 | 28 | -12 | 9 |
Athugasemdir



