Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
banner
   þri 16. desember 2025 12:01
Elvar Geir Magnússon
Tveir efstir á blaði ef Man Utd ákveður að láta Amorim fara
Rúben Amorim, stjóri Manchester United.
Rúben Amorim, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Sitt sýnist hverjum um það hvort Rúben Amorim sé á réttri leið með Manchester United. Talið er að skiptar skoðanir séu innan stjórnar félagsins.

Eftir að hafa endað í fimmtánda sæti á síðasta tímabili er United nú í því sjötta í ensku úrvalsdeildinni.

Indykaila segir að Omar Berrada framkvæmdastjóri vilji helst fá Xavi Hernandez, fyrrum stjóra Barcelona, til að taka við ef ráðist verður í stjórabreytingar. Xavi hefur áður verið orðaður við Manchester United, meðal annars áður en Amorim var ráðinn.

Þá er sagt að Oliver Glasner, austurríski stjórinn hjá Crystal Palace, sé hitt nafnið sem sé efst á blaði hjá félaginu. Hann muni þó alltaf klára yfirstandandi tímabil með Palace.


Athugasemdir
banner