Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
banner
   þri 16. desember 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Lukaku loks að verða klár í slaginn
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: EPA
Romelu Lukaku, sóknarmaður Napoli, er mættur aftur til æfinga með Napoli og gæti verið með í Ofurbikar Ítalíu sem fram fer í Sádi-Arabíu síðar í vikunni.

Belgíski landsliðsmaðurinn hefur verið frá í 124 daga eftir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu.

Meiðsli Lukaku gerði það að verkum að Napoli lagði allt kapp á að fá Rasmus Höjlund sem fyrst.

Samkeppnin í sóknarlínu Napoli verður alvöru þegar Lukaku verður klár aftur. Þá hefur Antonio Conte að velja milli hans, Höjlund og Lorenzo Lucca.

Napoli mætir AC Milan á fimmtudag í undanúrslitum Ofurbikarsins. Sigurliðið mætir Bologna eða Inter í úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner