Fengum góða gesti í stúdíóið til að fara yfir leiki umferðarinnar.Úlfarnir skoruðu öll þrjú mörk leiksins á Emirates en töpuðu samt gegn Arsenal. Man City eru komnir í gang og setja pressu á Arsenal með 0-3 sigri á Crystal Palace. Liverpool sigraði Brighton 2-0 þar sem Mo Salah kom inn á strax í fyrri hálfleik við mikinn fögnuð stuðningsmanna. Aston Villa heldur áfram frábæru gengi og unnu glæstan 2-3 útisigur á West Ham. Chelsea unnu og Cole Palmer er mættur. Notthingham Forest vann Tottenham frekar þægilega 3-0 og Man Utd og Bournemouth gerðu 4-4 jafntefli í trylli á Old Trafford.
22.000 manns á Íslandi spila fantasy leikinn í enska fótboltanum. Hugarburðarbolti er nýtt fantasy hlaðvarp sem alla fantasy spilara þyrstir í.
Vignir Már Eiðsson og Gunnar Georgsson sjá um þáttinn.
Gunnar er einn allra sterkasti fantasy spilari landsins. Þeir vita allt um fantasy leikinn
Vignir Már Eiðsson er þekktur fyrir að spila með hjartanu og er einn öflugasti draft spilari landsins.
kodinn í deildina er nhkmbo
Við förum yfir hverja umferð af enska boltanum með TA-Sport Travel (https://tasport.is/premierferdir/), Bílaréttingar Sævars, (bilarettingar.is) Bílakompaní,(bilakompani.is) Dúos og Pottinum og Pönnuni. Allt rætt fram og aftur. Verðum með deildina Hugarburðarbolti og það verður nóg af veglegum vinningum t.d Pakkaferð á leik í Enska boltanum fyrir sigurverara deildarinnar. Sigurverari hvers mánaðar fer í pott þar sem dregið verður um utanlandsferð fyrir tvo og svo að sjálfsögðu vikulegir vinningar fyrir sigurvegara hverrar umferðar
Athugasemdir



