Þýski landsliðsmaðurinn Jamal Musiala er byrjaður að æfa á ný eftir að hafa verið frá síðustu sex mánuði.
Musiala fótbrotnaði illa í leik Bayern gegn Paris Saint-Germain í 8-liða úrslitum HM félagsliða í sumar.
Hann meiddist eftir viðskipti sín við Gianluigi Donnarumma í teignum, sem brast í grát þegar hann sá meiðsli Musiala.
Musiala, sem hefur verið einn af aðalmönnum Bayern síðustu ár, mætti á sína fyrstu æfingu með aðalliðinu í gær sem eru gleðifréttir fyrir Bæjara.
Bayern hefur spilað frábærlega á tímabilinu og er í efsta sæti þýsku deildarinnar ásamt því að vera komið áfram í úrslitakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Þetta verður mikill liðsstyrkur fyrir Bayern sem er þegar með frábæra sóknarmenn. Hinn 17 ára gamli Lennart Karl hefur einnig fengið tækifærið til að skína og verður því breiddin nóg þegar nýja árið fer af stað.
Möguleiki er á því að Musiala verði í leikmannahópnum gegn Heidenheim í síðasta deildarleik ársins um helgina, en Bayern mun þó ekki setja pressu á að gefa honum mínútur í þeim leik og því líklegra að hann spili eftir vetrarfríið.
Athugasemdir




