Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
banner
   þri 16. desember 2025 15:15
Kári Snorrason
Barbára áfram hjá Blikum
Kvenaboltinn
Barbára Sól Gísladóttir.
Barbára Sól Gísladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barbára Sól Gísladóttir hefur framlengt samning sinn við ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks.

Barbára er fædd árið 2001 og á að baki þrjá A-landsleiki, sá þriðji kom fyrir þremur árum. Hún er uppalin á Selfossi og kom þaðan yfir í Kópavoginn fyrir tveimur árum.

Á síðasta tímabili spilaði hún sextán leiki fyrir Breiðablik í deild, en hún varð fyrir því óláni að únliðsbrotna eftir skot frá samherja.

Þá spilaði hún jafnframt stórt hlutverk í Evrópuævintýri Breiðabliks sem hefur nú tryggt sér í 8-liða úrslit í Evrópubikarnum. Liðið mætir sænska liðinu Hacken 11. febrúar.
Athugasemdir
banner
banner