Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
banner
   mið 17. desember 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað fékk Salah í skóinn frá Askasleiki?
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: EPA
Salah með Englandsmeistarabikarinn.
Salah með Englandsmeistarabikarinn.
Mynd: EPA
Salah fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2022.
Salah fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn, stjórar og jafnvel félög í ensku úrvalsdeildinni hafa sett skóinn út í glugga í von um að fá glaðning frá jólasveinunum. Fótbolti.net ætlar að fjalla um það fram að jólum hvað jólasveinarnir eru að bjóða upp á þetta árið.

Núna skoðum við hvað Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, fékk frá Askasleiki.

Jólastemningin hjá Salah hefur verið þung síðustu daga. Eitt er að vera ekki í sínu besta formi. Annað er að lenda í opinberum árekstrum við stjórann. Og allt ofan á það bætist núna umræða um framtíð hans, sögur um að tíma hans hjá Liverpool sé einfaldlega lokið.

Það er auðvelt að gleyma hver maður er þegar allt logar í kringum mann.

Salah á ótrúlega sögu með Liverpool. Sögu sem enginn stormur getur tekið frá honum.

Þegar Pottaskefill kíkti í skóinn hans Salah í nótt vissi hann nákvæmlega hvað þessi maður þurfti á að halda.

Bók með bestu augnablikum hans hjá Liverpool
Falleg bók, bundin inn í rauðu og hvítu, með köflum sem segja sögu:

- Þegar hann skrifaði undir hjá félaginu.
- Metin sem hrundu hvert af öðru.
- Stóru augnablikin í stóru leikjunum.
- Ógleymanlegu Evrópukvöldin.
- Síðasta tímabil sem var eitt það besta í sögu deildarinnar.

Í bókinni eru myndir, úrklippur og stutt skilaboð frá stuðningsmönnum sem hafa staðið með honum frá fyrsta degi.

Þessar síður minna hann á einfaldan sannleik: Hann er einn af besta leikmönnum í sögu Liverpool.

Og sama hvað gerist á næstu vikum eða mánuðum - sama hvort hann heldur áfram hjá Liverpool eða velur nýtt ævintýri - þá breytir enginn þessari arfleifð.
Athugasemdir
banner