Ísland og Mexíkó munu mætast í æfingaleik í Mexíkó í febrúar á næsta ári. Leikurinn fer fram í Queretaro í Mexíkó 25. febrúar, en leikurinn er utan FIFA-glugga.
Í tilkynningu KSÍ segir að sambandið beri ekki kostnað af verkefninu.
Ekkert janúarverkefni verður í næsta mánuði, líkt og á síðasta ári vegna sparnaðaraðgerða. Þá nýtti kvennalandsliðið ekki síðasta glugga fyrir æfingaleiki vegna sömu ástæðna.
Í tilkynningu KSÍ segir að sambandið beri ekki kostnað af verkefninu.
Ekkert janúarverkefni verður í næsta mánuði, líkt og á síðasta ári vegna sparnaðaraðgerða. Þá nýtti kvennalandsliðið ekki síðasta glugga fyrir æfingaleiki vegna sömu ástæðna.
Ísland hefur aldrei haft betur gegn Mexíkó, en liðin hafa mæst fimm sinnum, allt í æfingaleikjum. Mexíkó hefur unnið þrjá þeirra og þá hafa tveir leikir endað með markalausu jafntefli.
Tilkynning KSÍ
Knattspyrnusamband Mexíkó hefur samið við KSÍ um vináttuleik A landsliða karla í febrúar 2026. Leikurinn fer fram í Queretaro í Mexíkó 25. febrúar og er leikdagurinn ekki í FIFA-glugga. KSÍ ber ekki kostnað af verkefninu.
Ísland og Mexíkó hafa fimm sinnum áður mæst í A landsliðum karla - í öllum tilfellum vináttuleikir á erlendri grundu. Fyrstu tveimur viðureignunum lauk báðum með markalausu jafntefli og næstu þremur með mexíkóskum sigri. Liðin mættust síðast í lok maí 2021 í Arlington, Texas þar sem Mexíkó vann 2-1 sigur.
Athugasemdir




