Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
   þri 16. desember 2025 19:37
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd skráir sig í kapphlaupið um Semenyo
Mynd: EPA
Manchester United hefur skráð sig í baráttuna um Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth. Þetta kemur fram á enska netmiðlinum Independent.

Semenyo er heitasti bitinn í janúarglugganum en hann er með 65 milljóna punda klásúlu sem öll stærstu félög ensku úrvalsdeildarinnar vilja virkja.

Arsenal, Liverpool, Manchester City og Tottenham hafa öll verið sögð á eftir Semenyo sem er 25 ára gamall og komið að tíu mörkum með Bournemouth í deildinni á tímabilinu.

Independent segir Man Utd nú ætla að vera með í baráttunni, en liðið verður án Amad Diallo og Bryan Mbeumo í byrjun janúar og þarf að styrkja hópinn.

Semenyo, sem er fæddur og uppalinn á Englandi, valdi að spila með landsliði Gana, en þjóðin rétt missti af sæti á Afríkumótið.

Man Utd væri helst til í að kaupa hann næsta sumar, en gæti verið neytt til þess að virkja klásúlu hans í janúar vegna áhuga annarra félaga.

„Bournemouth er með mjög svo sérstakan leikmann í röðum sínum. Hann getur spilað á báðum vængjum og er jafnfættur. Það eru margir sérstakir leikmenn í þessari deild, en alla vega þá er þetta lið með frábæran þjálfara og frábært lið. Ég er mjög hrifinn af liðinu og þessum leikmanni. Hann er ótrúlega sérstakur,“ sagði Ruben Amorim, stjóri Man Utd, um Semenyo á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner