Gianluigi Donnarumma og Hannah Hampton hafa verið valin bestu markverðir heims af FIFA.
Þetta kemur ekkert á óvart en þau voru einnig verðlaunuð á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni sem bestu markverðirnir fyrr á árinu.
Þetta kemur ekkert á óvart en þau voru einnig verðlaunuð á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni sem bestu markverðirnir fyrr á árinu.
Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Donnarumma spilar nú fyrir Manchester City en hann vann Meistaradeildina með Paris Saint-Germain fyrr á árinu.
Hampton átti magnað ár. Hún ver mark Chelsea sem vann þrennuna á Englandi og þá er hún landsliðsmarkvörður Englands sem varði Evrópumeistaratitil sinn á árinu.
FIFA mun veita fleiri verðlaun í dag en búið er að opinbera stuðningsmannaverðlaunin en þau fóru til stuðningsmanna Zakho SC í Írak en þeir söfnuðu fyrir börnum sem eiga við veikindi að stríða.
Andreas Harlass-Neuking, læknir þýska félagsins SSV Jahn Regensburg, fékk sérstök verðlaun fyrir að hafa endurlífgað stuðningsmann sem fór í hjartastopp fyrir leik í þýsku B-deildinni.
Mark sem hin mexíkóska Lizbeth Ovalle skoraði fyrir Tigres gegn Guadalajara var valið mark ársins í kvennaboltanum. Markið, sem er svo sannarlega af dýrari gerðinni, má sjá hér að neðan.
Lizbeth Ovalle wins the 2025 Marta award for ???????????????? goal against Guadalajara ????
— B/R Football (@brfootball) December 16, 2025
Yep, that’s fair ????????
(via @TigresFemenil)pic.twitter.com/iaasBQcOku
Athugasemdir



