Íslenska landsliðkonan Bryndís Arna Níelsdóttir er mögulega á heimleið. Hún yfirgaf herbúðir sænska félagsins Vaxjö núna á dögunum.
Bryndís gekk til liðs við Växjö í fyrra frá Val. Hún meiddist í apríl og hefur lítið getað spilað síðan þá. Hún spilaði 22 leiki fyrir liðið.
Bryndís gekk til liðs við Växjö í fyrra frá Val. Hún meiddist í apríl og hefur lítið getað spilað síðan þá. Hún spilaði 22 leiki fyrir liðið.
Í Uppbótartímanum í gær var rætt um það að Bryndís Arna gæti snúið aftur heim.
Hún er orðuð við Íslandsmeistara Breiðabliks sem og Víkinga sem eru í leit að sóknarmanni eftir að Linda Líf Boama fór í atvinnumennsku.
Einnig var rætt um að það væri góð hugmynd fyrir FH að reyna að fá Bryndísi sem skoraði 15 mörk í 22 deildarleikjum síðast þegar hún spilaði hér á landi.
Athugasemdir



