Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. janúar 2020 15:54
Elvar Geir Magnússon
Fabianski í markinu gegn Liverpool?
Lukasz Fabianski.
Lukasz Fabianski.
Mynd: Getty Images
Markvarslan hefur verið vandamál hjá West Ham á tímabilinu en félagið hefur alls notað fjóra markverði.

Ástæðan er meiðsli aðalmarkvarðarins Lukasz Fabianski en hann hefur aðeins spilað tíu leiki.

West Ham er í harðri fallbaráttu og tekur á móti Liverpool, besta liði deildarinnar, annað kvöld.

David Moyes, stjóri West Ham, vonar að Fabianski, sem misst hefur af síðustu leikjum, verði klár í slaginn.

„Fabianski hefur verið meiddur á mjöðm en gæti spilað. Við skoðum hann á morgun. Hann hefur æft síðustu tvo eða þrjá daga," segir Moyes.

Darren Randolph þurfti að sækja knöttinn fjórum sinnum úr markinu í síðasta deildarleik, 4-1 tapi gegn Leicester.

Önnur tíðindi af leikmannahópi West Ham eru þau að Robert Snodgrass gæti einnig snúið aftur eftir meiðsli en vöðvameiðsli hafa verið að hrjá hann.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner