Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 28. febrúar 2020 06:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Joshua Wicks að snúa til baka eftir keppnisbann
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mbl.is greindi frá því í gær að Joshua Wicks, fyrrum markvörður Akureyrar Þórsara, sé að ljúka aflpánun á tveggja ára keppnisbanni sem hann hlaut í Svíþjóð vegna kókaínneyslu. Wicks er klár í slaginn á ný með félagi sem hann lék með fyrr á ferlinum.

Wicks var á mála hjá Sirius þegar hann féll á lyfjaprófi snemma árs 2018. Hann lék með Þór á árunum 2012 og 2013 og samdi við AFC Eskilstuna í kjölfarið.

Nú hefur hann samið aftur við Eskilstuna og má spila með liðinu uppúr miðjum apríl. Eskilstuna leikur í B-deildinni í Svíþjóð.

Wicks, sem er 36 ára gamall, lék sjö leiki með Þór í næstefstu deild árið 2012. Hann varði svo mark liðsins í fjórtán leikjum árið 2013 í efstu deild.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner