Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 28. febrúar 2021 07:30
Aksentije Milisic
Síðustu 5 heimasigrar WBA í úrvalsdeildinni komið undir 5 mismunandi stjórum
Stóri Sam gat brosað í gær.
Stóri Sam gat brosað í gær.
Mynd: Getty Images
WBA og Brighton áttust við í ensku úrvalsdeildinni í gær og úr varð mjög athyglisverður leikur.

WBA vann leikinn með einu marki gegn engu en gestirnir klúðruðu tveimur vítaspyrnum og þá var mark dæmt af hjá þeim við mikla gremju leikmanna Brighton.

Þetta var aðeins þriðji sigur WBA á tímabilinu en liðið heldur enn í veika von á að bjarga sér frá falli. Liðið er níu stigum á eftir Newcastle sem er í 17. sæti deildarinnar.

Það sem var athyglisvert við þennan sigur WBA í gær er það að síðustu fimm sigrar í ensku úrvalsdelidinni á heimavelli hjá WBA hafa komið undir fimm mismunandi stjórum.

Þeir stjórar eru Tony Pulis, Alan Pardew, Darren Moore, Slaven Bilic og nú Sam Allardyce. Mögnuð staðreynd.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner