Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   mið 28. febrúar 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Klopp tekur ekki undir með Neville - „Ég skil þetta ekki“
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, gat ekki tekið undir ummæli Gary Neville um að Chelsea séu sérfræðingar í að klúðra hlutunum.

Eftir sigur Liverpool á Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins sagði Neville að 'krakkarnir hans Klopp hefðu unnið bláu milljarða punda klúðrarana'.

Chelsea var að tapa sjötta bikarúrslitaleiknum í röð og valdi því Neville að lýsa Chelsea á þennan hátt.

Pochettino var ekki hrifinn af því sem Gary sagði og fannst gagnrýni hans ósanngjörn. Klopp fann verulega til með Pochettino og leikmönnum hans eftir leikinn, enda þekkir hann þessa stöðu ágætlega.

„Ég skil að fólk þarf að tala um þetta, en ég hef verið í hinu sætinu, að tapa úrslitaleik. Fólk segir margt um þig sem þig langar ekki að heyra. Í mínu tilfelli var sumt af því satt og sumt var það ekki, heldur bara verið að giska á hvað gæti hafa gerst,“ sagði Klopp.

„Ég er sá sem veit hvernig það er að tapa fimm eða sex úrslitaleikjum í röð. Ég get ímyndað mér hvernig það var fyrir Chelsea, því allir eru að segja við þig „Meðan ég man, þú hefur tapað síðustu fimm og það er nýtt met“, Það er ekki notaleg tilfinning og ég fann því rosalega til með þeim. Þeir áttu ekki skilið að fá allt lastið því þeir spiluðu mjög góðan fótboltaleik, í úrslitaleik þar sem enginn spilar þeirra besta fótbolta. Þú þarft bara að vinna andstæðinginn og það er það sem við gerðum.“

„Þess vegna er þetta 'klúðurs' dæmi ekki mitt. Ég skil það í raun ekki. Þeir vildu þetta ótrúlega mikið en fengu það ekki. Ég sá á andlitum leikmanna og Poch að þeim leið hræðilega. Enginn verðskuldar að líða svona, en svona er þetta í úrslitaleikjum. Einu liðin líður svona á meðan hitt liðið er ánægt. Þetta er snúið, en þetta er heimurinn sem við búum í,“
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner