Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
UEFA setur Coote í bann til 2026
Coote hefur ekki átt sjö dagana sæla.
Coote hefur ekki átt sjö dagana sæla.
Mynd: EPA
UEFA hefur dæmt dómarann David Coote í bann til sumarsins 2026 og er hann því bannaður frá störfum í Evrópufótboltanum.

Samningi Coote sem úrvalsdeildardómara á Englandi var rift í desember eftir að myndband fór í dreifingu þar sem hann fór vondum orðum um Jurgen Klopp og svo annað myndband þar sem hann sést taka kókaín.

Coote baðst afsökunar á hegðun sinni í viðtali við The Sun en í sama viðtali greindi hann frá því að hann væri samkynhneigður, eitthvað sem hann hafði haldið leyndu af ótta við illgjörn viðbrögð. Coote segist hafa átt í erfiðleikum í persónulega lífinu en hafi leitað sér hjálpar.

Coote, sem er 42 ára gamall, var rekinn eftir að enska dómarsambandið hafði gert ítarlega rannsókn á hegðun dómarans. Á sama tíma fór af stað rannsókn hjá UEFA.

Coote starfaði á EM í fyrra en eitt af myndböndunum var tekið upp á meðan hann var í vinnuferð í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner