Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 28. mars 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Enski boltinn fer ekki af stað í apríl
Ný viðmiðunardagsetning kemur í næstu viku
Mynd: Getty Images
Enski boltinn fer ekki af stað í apríl vegna kórónuveirufaraldursins sem herjar á England og aðrar þjóðir heimsins þessa dagana.

Enska úrvalsdeildartímabilinu var fyrst frestað til 3. apríl og síðan til 30. apríl. Í næstu viku verður önnur frestun staðfest þegar stjórn úrvalsdeildarinnar mun funda með stjórn neðri deildanna.

Félög í neðri deildum enska boltans hafa öll fengið bréf um að enginn fótbolti verður spilaður í apríl. Sama mun líklega gilda um úrvalsdeildarfélög.

Búið er að aflýsa tímabilinu fyrir allar utandeildir Englands við litla hrifningu aðildarfélaga.
Athugasemdir
banner
banner