Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 28. mars 2021 18:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Einar: Við áttum ekkert skilið úr þessum leik
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst erum við sjálfum okkur verstir," sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson eftir 2-0 tap gegn Armeníu í undankeppni HM 2022 í dag.

„Við áttum ekkert skilið úr þessum leik ef ég á að vera alveg heiðarlegur við þig," sagði Aron í samtali við RÚV.

„Við fórum að gera þetta sem einstaklingar í staðinn fyrir að gera þetta sem lið. Við vorum sjálfur okkur verstir og áttum ekkert skilið. Mikið hrós til Armeníu, þeir spiluðu sinn leik. Við vissum við hverju við ættum að búast; lið sem vinnur mikið fyrir hvorn annan og eru klárir í að refsa þegar tækifæri gefst. Við fáum á okkur tvö léleg mörk."

„Þeir litu út fyrir að vilja vinna þessa fyrstu bolta og seinni bolta. Við þurfum að fara í grunninn, líta inn á við og horfa í spegil. Það er erfitt að meta þetta strax eftir leik en við vorum ekki að gera þetta sem heild í kvöld. Mér fannst við panikka. Við getum gert mikla betur og við þurfum að fara aftur í grunninn."

„Mér fannst þetta bara lélegt."


Athugasemdir
banner
banner