
Danmörk er komið yfir gegn Íslandi í riðlakeppni U21 Evrópumótsins. Leikurinn fer fram í Ungverjalandi.
Danir hafa verið með boltann mestallan tímann og þeir tóku forystuna þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum.
Það var Gustav Isaksen, leikmaður Midtjylland, sem skoraði markið. Hann fékk boltann á hægri, fór yfir á vinstri fótinn og átti skot í fjærhornið sem endaði í markinu.
Í aðdraganda marksins var hins vegar spurning með rangstöðu á Nikolai Baden Frederiksen, sóknarmann Dana. Hann tók við boltanum í aðdraganda marksins áður en boltinn barst til markaskorans, Isaksen.
Það er ekkert VAR á þessu móti en hér að neðan má sjá mynd úr útsendingunni RÚV.
Hægt er að fara í beina textalýsingu hérna.
Athugasemdir