Bjarki Björn Gunnarsson, leikmaður ÍBV, hefur fengið mikið lof á samfélagsmiðlum eftir frammistöðu sína í sigri liðsins gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 3 ÍBV
Bjarki skoraði annað mark liðsins en það var af dýrari gerðinni. Hann átti frábært skot sé fór sláin inn.
Hann er 24 ára gamall fjölhæfur leikmaður sem gekk til liðs við ÍBV frá Víkingi á láni árið 2023 og var einnig hjá liðinu á láni síðasta sumar en gekk alfarið til liðs við ÍBV í vetur.
„Maður leiksins: Bjarki Björn. Auðvelt val. Sá er búinn að vera skemmtilegur í þessum leik og á köflum leikið sér að Garðbæingum," sagði í textalýsingu Fótbolta.net frá leiknum.
„Þessi Bjarki Björn er eins og Bernardo Silva í ÍBV búning," skrifaði Hrafnkell Freyr Ágútsson m.a. á X.
Þessi Bjarki Björn er eins og Bernardo Silva í ÍBV búning.
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) April 28, 2025
Bjarki Björn, what a player! ????
— Einar Guðnason (@EinarGudna) April 28, 2025
Gullbarkinn, Bjarki Björn Gunnarsson rífur símann af eyjamanni númer 1 honum Arnari Sigtryggs og hleður í nokkrar skemmtilegar selfies í andlitið á Stjörnumönnum #fotboltinet pic.twitter.com/RwgeP2uB4g
— Tomas Atli Bjornsson (@tomasbjornss) April 28, 2025
???????? Bjarki Björn Gunnarsson with a sensational goal & @elvargeir's MOTM. Not my worst shout that. #BestaDeildin https://t.co/Il0MPrVANJ
— Eytexi (@eytexi) April 28, 2025
Athugasemdir