Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   mán 28. apríl 2025 20:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjarki Björn fær mikið lof - „Eins og Bernardo Silva í ÍBV búning"
Bjarki Björn í baráttunni gegn gömlu félögunum
Bjarki Björn í baráttunni gegn gömlu félögunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Björn Gunnarsson, leikmaður ÍBV, hefur fengið mikið lof á samfélagsmiðlum eftir frammistöðu sína í sigri liðsins gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 ÍBV

Bjarki skoraði annað mark liðsins en það var af dýrari gerðinni. Hann átti frábært skot sé fór sláin inn.

Hann er 24 ára gamall fjölhæfur leikmaður sem gekk til liðs við ÍBV frá Víkingi á láni árið 2023 og var einnig hjá liðinu á láni síðasta sumar en gekk alfarið til liðs við ÍBV í vetur.

„Maður leiksins: Bjarki Björn. Auðvelt val. Sá er búinn að vera skemmtilegur í þessum leik og á köflum leikið sér að Garðbæingum," sagði í textalýsingu Fótbolta.net frá leiknum.

„Þessi Bjarki Björn er eins og Bernardo Silva í ÍBV búning," skrifaði Hrafnkell Freyr Ágútsson m.a. á X.





Athugasemdir
banner
banner