Það er fjörugur leikur í gangi á Samsungvellinum í Garðabæ þar sem ÍBV er í heimsókn hjá Stjörnunni.
Eyjamenn náðu tveggja marka forystu en Omar Sowe kom liðinu yfir og Bjarki Björn Gunnarsson skoraði stórkostlegt mark.
Eyjamenn náðu tveggja marka forystu en Omar Sowe kom liðinu yfir og Bjarki Björn Gunnarsson skoraði stórkostlegt mark.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 3 ÍBV
Sindri Þór Ingimarsson minnkaði muninn eftir aukaspyrnu. Marcel Zapytowski í marki ÍBV leit hins vegar ekki vel út og líkti Elvar Geir Magnússon honum við Massimo Taibi, fyrrum markvörð Man Utd.
„Taibi mistök! Stjarnan fékk aukaspyrnu á hættulegum stað, Guðmundur Baldvin renndi út á Sindra sem átti skot beint á Marcel Zapytowski sem hefði átt að handsama boltann örugglega en missir hann á ótrúlegan hátt milli fóta sér," skrifaði Elvar Geir í textalýsinguna.
Þetta var fyrsta mark Sindra Þórs í efstu deild en leikurinn í kvöld er hans sjötugasti meðal þeirra bestu. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki en gekk til liðs við Stjörnuna frá Augnabliki fyrir tímabilið 2022.
Athugasemdir