Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   mán 28. apríl 2025 18:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrsta mark Sindra í efstu deild - „Taibi mistök"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er fjörugur leikur í gangi á Samsungvellinum í Garðabæ þar sem ÍBV er í heimsókn hjá Stjörnunni.

Eyjamenn náðu tveggja marka forystu en Omar Sowe kom liðinu yfir og Bjarki Björn Gunnarsson skoraði stórkostlegt mark.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 ÍBV

Sindri Þór Ingimarsson minnkaði muninn eftir aukaspyrnu. Marcel Zapytowski í marki ÍBV leit hins vegar ekki vel út og líkti Elvar Geir Magnússon honum við Massimo Taibi, fyrrum markvörð Man Utd.

„Taibi mistök! Stjarnan fékk aukaspyrnu á hættulegum stað, Guðmundur Baldvin renndi út á Sindra sem átti skot beint á Marcel Zapytowski sem hefði átt að handsama boltann örugglega en missir hann á ótrúlegan hátt milli fóta sér," skrifaði Elvar Geir í textalýsinguna.

Þetta var fyrsta mark Sindra Þórs í efstu deild en leikurinn í kvöld er hans sjötugasti meðal þeirra bestu. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki en gekk til liðs við Stjörnuna frá Augnabliki fyrir tímabilið 2022.
Athugasemdir
banner
banner