Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   mán 28. apríl 2025 13:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nýttu sér að FH-ingar voru eins og „villuráfandi sauðir" - „Eigum að vera með hugarfar stórs liðs"
45 sekúndum seinna var KA aftur komið yfir
Bjarni kátur.
Bjarni kátur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA vann sinn fyrsta leik í deildinni í gær, en FH er áfram með eitt stig og í botnsæti deildarinnar.
KA vann sinn fyrsta leik í deildinni í gær, en FH er áfram með eitt stig og í botnsæti deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir lagði upp sigurmarkið.
Ásgeir lagði upp sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Svo erum við bara eins og villuráfandi sauðir'
'Svo erum við bara eins og villuráfandi sauðir'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Aðalsteinsson skoraði sigurmark KA gegn FH í gær eftir undirbúning frá Viðari Erni Kjartanssyni og Ásgeiri Sigurgeirssyni. Bjarni skaut í fyrsta eftir fyrirgjöf frá Ásgeiri af hægri kantinum.

Markið kom rétt á eftir jöfnunarmarki FH en Rodri varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir hornspyrnu FH. FH jafnaði þegar 82:05 var á klukkunni en 45 sekúndum seinna var Bjarni búinn að skora hinu megin.

Lestu um leikinn: KA 3 -  2 FH

„Við jöfnum á 83. mínútu og eftir það hlaupum við af stað í einhverja vitleysu og það er komið mark í andlitið strax. Í stað þess að halda haus, vera klókir og halda skipulaginu," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn. Í viðtali við mbl.is líkti hann sínu liði við villuráfandi sauði.

„Við feng­um gott færi áður en við skoruðum. Svo erum við bara eins og villuráfandi sauðir. Þeir bara sparka fram á Viðar og allt í einu er bolt­inn kom­inn úr á væng og svo bara send­ing og mark," sagði Heimir við Einar Sigtryggsson á mbl.is.

Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, var eðlilega mjög kátur með sigurinn og ræddi um sigurmarkið.

„Ég veit ekki hvað gerist, ætli Bjarni hafi ekki loksins tekið mark á því sem ég sagði; að koma sér inn i box. Ég sagði að hann myndi skora í þessum leik, hann var ósáttur með að hafa klúðrað fyrra færinu sínu, hann skilaði sér inn í box og geggjuð sending frá Geira. Þeir voru kannski sofandi eftir markið, þetta voru fáar sekúndur milli marka, en djöfull var fallegt að sjá hann inni," sagði Grímsi.

Nafni hans, Hallgrímur Jónasson þjálfari KA, var sömuleiðis kátur með sigurmarkið.

„Það var náttúrulega frábært, eins og ég er alltaf að tala um; eigum að vera með hugarfar stórs liðs, ekki fara niður og vera litlir í okkur og hræddir. Það sama gerðist á móti Val, lentum 2-0 undir en fengum dauðafæri 10 sekúndum seinna. Við eigum að keyra á þetta, upp með hausinn og áfram gakk. Það var fallegt að sjá það, sérstaklega eftir svona óheppnismark, boltinn fer í einhvern, endar í Rodri og lekur inn. Það var gaman að sjá að menn risu upp í staðinn fyrir að vera litlir í sér eða of svekktir," sagði Haddi.

Það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan og þar fyrir neðan má nálgast viðtölin eftir leikinn í fullri lengd.


Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
2.    Vestri 4 2 1 1 4 - 2 +2 7
3.    KR 4 1 3 0 12 - 7 +5 6
4.    Víkingur R. 3 2 0 1 6 - 1 +5 6
5.    Stjarnan 3 2 0 1 5 - 4 +1 6
6.    Valur 3 1 2 0 7 - 5 +2 5
7.    ÍBV 3 1 1 1 3 - 3 0 4
8.    Afturelding 3 1 1 1 1 - 2 -1 4
9.    KA 4 1 1 2 6 - 11 -5 4
10.    Fram 3 1 0 2 5 - 6 -1 3
11.    ÍA 4 1 0 3 2 - 9 -7 3
12.    FH 4 0 1 3 5 - 8 -3 1
Athugasemdir
banner