KA 3 - 2 FH
1-0 Hrannar Björn Steingrímsson ('13 )
1-1 Böðvar Böðvarsson ('29 )
2-1 Grétar Snær Gunnarsson ('63 , sjálfsmark)
2-2 Rodrigo Gomes Mateo ('83 , sjálfsmark)
3-2 Bjarni Aðalsteinsson ('84 )
Lestu um leikinn
1-0 Hrannar Björn Steingrímsson ('13 )
1-1 Böðvar Böðvarsson ('29 )
2-1 Grétar Snær Gunnarsson ('63 , sjálfsmark)
2-2 Rodrigo Gomes Mateo ('83 , sjálfsmark)
3-2 Bjarni Aðalsteinsson ('84 )
Lestu um leikinn
KA vann sinn fyrsta leik í Bestu deild karla á tímabilinu er liðið lagði FH, 3-2, á Greifavelli í dag. FH er enn án sigurs þegar fjórir leikir eru búnir af tímabilinu.
Akureyringar voru hættulegri strax í byrjun leiks. Bjarni Aðalsteinsson kom sér í færi á 2. mínútu er hann fékk langan bolta inn fyrir frá Ívari Erni Árnasyni, en náði ekki að koma sér framhjá Mathias Rosenörn sem varði frá Bjarna.
Rúmum tíu mínútum síðar komust KA-menn yfir þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson kom boltanum á bróður sinn, Hrannar BJörn, sem skrúfaði hann skemmtilega framhjá Mathias og í netið.
FH-ingar sköpuðu sér lítið fyrir tuttugu mínúturnar en náðu að svara á 29. mínútu er Böðvar Böðvarsson skoraði eftir skottilraun Tómasar Orra Róbertssonar.
Bæði lið fengu sénsa fram að hálfleik og var lítið sem skildi liðin að þegar leikmenn gengu til búningsherbergja.
KA-menn tóku aftur forystuna þegar hálftími var eftir. Hallgrímur Mar kom boltanum inn á teiginn á Ívar Örn sem var í skallaeinvíginu við Grétar Snær Gunnarsson, sem stýrði boltanum í eigið net.
Næstu mínútur á eftir skiptust liðin á færum. Sigurður Bjartur Hallsson komst í hörkufæri en Steinþór Már Auðunsson sá við honum og þá átti Ásgeir Sigurgeirsson þrumuskot hinum megin á vellinum, en boltinn beint á Rosenörn.
Annað sjálfsmark leiksins leit dagsins ljós á 83. mínútu er boltinn datt af Rodrigo Gomes eftir stórhættulega hornspyrnu Kjartans Kára Halldórssonar og staðan jöfn, en tæpri mínútu síðar refsuðu KA-menn.
Ásgeir fékk boltann úti hægra megin og kom honum þéttingsfast fyrir markið og á Bjarna sem stýrði honum frábærlega í fjærhornið.
FH-ingar náðu ekki að koma til baka eftir það og þriðja tap liðsins staðreynd. KA var hins vegar að ná í fyrsta sigurinn á tímabilinu og er nú með 4 stig en FH er á botninum með aðeins eitt stig.
Athugasemdir