Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   lau 28. maí 2022 16:50
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Arnar Páll: Stóðum það bara af okkur og kláruðum þetta fagmannlega
Kvenaboltinn
Arnar Páll Garðarsson
Arnar Páll Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Bara góður, frábær fyrri hálfleikur og seinni hálfleikur bara ágætur. Ég bjóst alveg við því að þær myndu koma aðeins ofar og pressa okkur aðeins og koma með smá orku, en við stóðum það bara af okkur og kláruðum þetta bara fagmannlega.", sagði Arnar Páll Garðarsson þjálfari KR sem vann ÍA 6-0 í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna á Akranesi í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  6 KR

„Við vildum koma aðeins hærra alveg eins og á móti Aftureldingu og stíga aðeins upp og pressa og síðan bara að þora að halda í boltann í líta í ákveðin svæði sem gekk bara að mörgu leyti virkilega vel upp."

Sumarið hefur ekki farið vel af stað hjá KR konum en eftir fyrstu fimm leiki sumarsins höfðu þær tapað öllum sínum leikjum og skorað aðeins eitt mark. Það virðist þó aðeins vera að birta til í Vesturbænum og hafa þær nú unnið tvo leiki í röð og skoraði í þeim sjö mörk. 

„Jú, jú það er held ég bara svona lykilmálið að sýna góða frammistöðu og halda hreinu og fá mörk og fá smá sjálfstraust í liðið það held ég að sé svona númer 1,2 og 3."

Í byrjun maí sagði Jóhannes Karl sem hóf sumarið sem þjálfari KR starfi sínu lausi og hefur Arnar ásamt Gunnari Einarssyni stýrt liðinu í síðustu tveimur leikjum. Arnar sagði að eitthvað væri að frétta af þjálfaramálum og að það mætti búast við fréttum af því í byrjun Júní. 

Arnar er ekki með neinn óskamótherja fyrir 8 liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. 


Athugasemdir
banner