Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   lau 28. maí 2022 16:50
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Arnar Páll: Stóðum það bara af okkur og kláruðum þetta fagmannlega
Kvenaboltinn
Arnar Páll Garðarsson
Arnar Páll Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Bara góður, frábær fyrri hálfleikur og seinni hálfleikur bara ágætur. Ég bjóst alveg við því að þær myndu koma aðeins ofar og pressa okkur aðeins og koma með smá orku, en við stóðum það bara af okkur og kláruðum þetta bara fagmannlega.", sagði Arnar Páll Garðarsson þjálfari KR sem vann ÍA 6-0 í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna á Akranesi í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  6 KR

„Við vildum koma aðeins hærra alveg eins og á móti Aftureldingu og stíga aðeins upp og pressa og síðan bara að þora að halda í boltann í líta í ákveðin svæði sem gekk bara að mörgu leyti virkilega vel upp."

Sumarið hefur ekki farið vel af stað hjá KR konum en eftir fyrstu fimm leiki sumarsins höfðu þær tapað öllum sínum leikjum og skorað aðeins eitt mark. Það virðist þó aðeins vera að birta til í Vesturbænum og hafa þær nú unnið tvo leiki í röð og skoraði í þeim sjö mörk. 

„Jú, jú það er held ég bara svona lykilmálið að sýna góða frammistöðu og halda hreinu og fá mörk og fá smá sjálfstraust í liðið það held ég að sé svona númer 1,2 og 3."

Í byrjun maí sagði Jóhannes Karl sem hóf sumarið sem þjálfari KR starfi sínu lausi og hefur Arnar ásamt Gunnari Einarssyni stýrt liðinu í síðustu tveimur leikjum. Arnar sagði að eitthvað væri að frétta af þjálfaramálum og að það mætti búast við fréttum af því í byrjun Júní. 

Arnar er ekki með neinn óskamótherja fyrir 8 liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. 


Athugasemdir