Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   lau 28. maí 2022 16:50
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Arnar Páll: Stóðum það bara af okkur og kláruðum þetta fagmannlega
Kvenaboltinn
Arnar Páll Garðarsson
Arnar Páll Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Bara góður, frábær fyrri hálfleikur og seinni hálfleikur bara ágætur. Ég bjóst alveg við því að þær myndu koma aðeins ofar og pressa okkur aðeins og koma með smá orku, en við stóðum það bara af okkur og kláruðum þetta bara fagmannlega.", sagði Arnar Páll Garðarsson þjálfari KR sem vann ÍA 6-0 í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna á Akranesi í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  6 KR

„Við vildum koma aðeins hærra alveg eins og á móti Aftureldingu og stíga aðeins upp og pressa og síðan bara að þora að halda í boltann í líta í ákveðin svæði sem gekk bara að mörgu leyti virkilega vel upp."

Sumarið hefur ekki farið vel af stað hjá KR konum en eftir fyrstu fimm leiki sumarsins höfðu þær tapað öllum sínum leikjum og skorað aðeins eitt mark. Það virðist þó aðeins vera að birta til í Vesturbænum og hafa þær nú unnið tvo leiki í röð og skoraði í þeim sjö mörk. 

„Jú, jú það er held ég bara svona lykilmálið að sýna góða frammistöðu og halda hreinu og fá mörk og fá smá sjálfstraust í liðið það held ég að sé svona númer 1,2 og 3."

Í byrjun maí sagði Jóhannes Karl sem hóf sumarið sem þjálfari KR starfi sínu lausi og hefur Arnar ásamt Gunnari Einarssyni stýrt liðinu í síðustu tveimur leikjum. Arnar sagði að eitthvað væri að frétta af þjálfaramálum og að það mætti búast við fréttum af því í byrjun Júní. 

Arnar er ekki með neinn óskamótherja fyrir 8 liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. 


Athugasemdir
banner
banner