Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
   lau 28. maí 2022 16:50
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Arnar Páll: Stóðum það bara af okkur og kláruðum þetta fagmannlega
Kvenaboltinn
Arnar Páll Garðarsson
Arnar Páll Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Bara góður, frábær fyrri hálfleikur og seinni hálfleikur bara ágætur. Ég bjóst alveg við því að þær myndu koma aðeins ofar og pressa okkur aðeins og koma með smá orku, en við stóðum það bara af okkur og kláruðum þetta bara fagmannlega.", sagði Arnar Páll Garðarsson þjálfari KR sem vann ÍA 6-0 í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna á Akranesi í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  6 KR

„Við vildum koma aðeins hærra alveg eins og á móti Aftureldingu og stíga aðeins upp og pressa og síðan bara að þora að halda í boltann í líta í ákveðin svæði sem gekk bara að mörgu leyti virkilega vel upp."

Sumarið hefur ekki farið vel af stað hjá KR konum en eftir fyrstu fimm leiki sumarsins höfðu þær tapað öllum sínum leikjum og skorað aðeins eitt mark. Það virðist þó aðeins vera að birta til í Vesturbænum og hafa þær nú unnið tvo leiki í röð og skoraði í þeim sjö mörk. 

„Jú, jú það er held ég bara svona lykilmálið að sýna góða frammistöðu og halda hreinu og fá mörk og fá smá sjálfstraust í liðið það held ég að sé svona númer 1,2 og 3."

Í byrjun maí sagði Jóhannes Karl sem hóf sumarið sem þjálfari KR starfi sínu lausi og hefur Arnar ásamt Gunnari Einarssyni stýrt liðinu í síðustu tveimur leikjum. Arnar sagði að eitthvað væri að frétta af þjálfaramálum og að það mætti búast við fréttum af því í byrjun Júní. 

Arnar er ekki með neinn óskamótherja fyrir 8 liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. 


Athugasemdir
banner
banner