Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   lau 28. maí 2022 16:50
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Arnar Páll: Stóðum það bara af okkur og kláruðum þetta fagmannlega
Kvenaboltinn
Arnar Páll Garðarsson
Arnar Páll Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Bara góður, frábær fyrri hálfleikur og seinni hálfleikur bara ágætur. Ég bjóst alveg við því að þær myndu koma aðeins ofar og pressa okkur aðeins og koma með smá orku, en við stóðum það bara af okkur og kláruðum þetta bara fagmannlega.", sagði Arnar Páll Garðarsson þjálfari KR sem vann ÍA 6-0 í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna á Akranesi í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  6 KR

„Við vildum koma aðeins hærra alveg eins og á móti Aftureldingu og stíga aðeins upp og pressa og síðan bara að þora að halda í boltann í líta í ákveðin svæði sem gekk bara að mörgu leyti virkilega vel upp."

Sumarið hefur ekki farið vel af stað hjá KR konum en eftir fyrstu fimm leiki sumarsins höfðu þær tapað öllum sínum leikjum og skorað aðeins eitt mark. Það virðist þó aðeins vera að birta til í Vesturbænum og hafa þær nú unnið tvo leiki í röð og skoraði í þeim sjö mörk. 

„Jú, jú það er held ég bara svona lykilmálið að sýna góða frammistöðu og halda hreinu og fá mörk og fá smá sjálfstraust í liðið það held ég að sé svona númer 1,2 og 3."

Í byrjun maí sagði Jóhannes Karl sem hóf sumarið sem þjálfari KR starfi sínu lausi og hefur Arnar ásamt Gunnari Einarssyni stýrt liðinu í síðustu tveimur leikjum. Arnar sagði að eitthvað væri að frétta af þjálfaramálum og að það mætti búast við fréttum af því í byrjun Júní. 

Arnar er ekki með neinn óskamótherja fyrir 8 liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. 


Athugasemdir
banner
banner